Gagnasafnsfræði, haust 2011

[ Dagskrá  |  Námsefni  |  Verkefni  |  Dæmatímar  |  Orðalisti  |  Námsmat  |  Kennslubók  |  Lokapróf ]

Lokapróf

Lokaprófið verður haldið miðvikudaginn 7. desember kl. 09:00-12:00.

Lokaprófið verður gagnapróf. Þið megið taka öll skrifleg gögn með ykkur í prófið, þar með talið kennslubókina, heimadæmi, glærur, lausnir og glósur.

Á lokaprófinu verða 6 dæmi og 5 bestu gilda til einkunnar. Öll dæmin hafa sama vægi.

Efni sem er ekki til prófs: Einindavenslalíkanið (E-R), Forritunarverkefni, Vefforritun, Git, PL/SQL, Kveikjur, Dreifð gagnasöfn.

Efni til prófs:

  1. Venslalíkanið og SQL DDL.
    Venslalíkanið. Grunnhugtök í venslalíkaninu. Gagnasafnshönnun. Skilgreining á töflum í SQL. Lyklar. Aðallyklar. Ytri lyklar. Réttleikaskorður (referential integrity).

    Lesefni: Kafli 3. Glærur og verkefni.

  2. SQL fyrirspurnarmálið
    Einfaldar SQL fyrirspurnir. Innri tenging. Ytri tengingar. Hópun. Mengjaaðgerðir. IN segðir. Hreiðraðar fyrirspurnir.

    Lesefni: Kafli 5. Glærur og verkefni.

  3. Staðalskipulag og fallákveður
    Umfremd (redundancy). Vandamálin þrjú (insert/update/delete anomaly). Fallákveður. Lokun fyrir mengi dálka. Lokun fyrir mengi fallákveða. Yfirlykill. Lykill. Staðalskipulög (1NF/2NF/3NF/BCNF). Uppbrot á töflum. Taplaust uppbrot.

    Lesefni: Kafli 19 (19.1-19.6). Glærur og verkefni.

  4. Gagnageymsla og flýtivísar
    Diskar. Skráarkerfi. Tegundir skráa. Gagnagrindur fyrir flýtivísa. Eiginleikar flýtivísa. Skilgreining flýtivísa í SQL.

    Lesefni: Kafli 8 og 9. Glærur og verkefni.

  5. Venslaalgebra og bestun fyrirspurna
    Helstu virkjar venslaalgebru. Kerfislistar. Aðgangsleiðir. Reiknirit fyrir venslavirkja. Þáttun fyrirspurna. Kostnaður. Velja plan. Bestun.

    Lesefni: Kafli 4 (4.1-4.2) og kafli 12. Glærur og verkefni.

  6. Hreyfingar, samhliða vinnsla hreyfinga
    ACID eiginleikar. Dagbækur. WAL. Raðbindanlegar verkraðaðir. Fléttun hreyfinga. Vandamál við fléttun hreyfinga. MVCC. Læsingar. Læsingarreglur. Sjálfhelda. Tveggja fasa læsing (2PL). Stíf tveggja fasa læsing (Strict 2PL). Endurreisn eftir hrun.

    Lesefni: Kafli 16 og kafli 17 (17.1-17.4). Glærur og verkefni. Grein um MVCC.

  7. Vöruhús gagna
    OLAP vs. OLTP. Staðalskipulag vs. víddarskipulag. Stjörnuskipulag/snjókornaskipulag/flatt skipulag. Vandamál sem tengjast breytingu vídda með tímanum og mögulegar lausnir. OLAP aðgerðir. ETL ferli. Sýndartöflur. Fyrirframreiknaðar sýndartöflur.

    Lesefni: Glærur og verkefni.

Við undirbúning fyrir prófið getur verið gagnlegt að reikna gömul próf:

Ofangreind próf eru frá öðrum kennara (Hjálmtý) og áherslurnar eru því ekki endilega þær sömu. Við undirbúning er því rétt að velja sérstaklega dæmi úr prófunum sem tengjast því efni sem er á listanum yfir námsefni til prófs.