Gagnasafnsfræði, haust 2011

[ Dagskrá  |  Námsefni  |  Verkefni  |  Dæmatímar  |  Orðalisti  |  Námsmat  |  Kennslubók ]

Verkefni 9 - Hreyfingar

Lausnum skal skilað í hólf viðkomandi dæmakennara (sjá lista yfir dæmatíma).

Skiladagur: þriðjudaginn 1. nóvember fyrir kl 16:00

Skiladæmin í þessari viku verða með öðru sniði en vanalega. Við ætlum að leysa verkefni úr námskeiði hjá MIT.

Verkefnið fjallar um notkun á dagbók (e. write-ahead log) við útfærslu á hreyfingum, en með slíku kerfi er hægt að tryggja bæði A (Atomicity) og D (Durability) eiginleika hreyfinga, þ.e. tvo eiginleika af þeim fjórum eiginleikum (ACID) sem eiga að gilda um hreyfingar.

Í verkefninu fáið þið í hendurnar forritið "wal-sys", sem útfærir dagbókarkerfi utan um hreyfingar í einfölduðu bókhaldskerfi. Kerfið býður upp á þrjár bókhaldsaðgerðir: stofna reikning, framkvæma debit á reikning og framkvæma kredit á reikning. Það er síðan hægt að binda margar aðgerðir saman í eina hreyfingu með begin/commit, o.s.frv.

Hér er verkefnið sjálft: V9.pdf. Svarið öllum spurningum sem koma fram í verkefninu.

Hér er hægt að sækja wal-sys forritið (skrifað í Perl forritunarmálinu)

Í dæmatímum í vikunni verður farið stuttlega í uppsetningu og notkun á wal-sys forritinu.

Í fyrirlestrinum á föstudaginn verður fjallað um hreyfingar og útfærslu á þeim.

Annað efni sem gæti gagnast ykkur:


Notkun wal-sys í Linux/MacOS X

Perl fylgir með Linux og MacOS X. Eina sem þarf að gera er að sækja forritið og keyra það.

Dæmi:

hhg@hhg:~$ mkdir v9
hhg@hhg:~$ cd v9
hhg@hhg:~/v9$ wget http://gsf.hhg.to/wal-sys
--2011-10-26 11:08:54--  http://gsf.hhg.to/wal-sys
Resolving gsf.hhg.to... 157.157.129.28
Connecting to gsf.hhg.to|157.157.129.28|:80... connected.
HTTP request sent, awaiting response... 200 OK
Length: 19292 (19K) [text/plain]
Saving to: `wal-sys'

100%[===========================================================================================>] 19,292      --.-K/s   in 0.08s   

2011-10-26 11:08:54 (223 KB/s) - `wal-sys' saved [19292/19292]

hhg@hhg:~/v9$ perl wal-sys
Opening new log
> 

Notkun wal-sys í Windows

Til að nota wal-sys í Windows þarf að sækja Perl túlk fyrir Windows: http://www.perl.org/get.html

Það eru tvær útgáfur í boði: Strawberry Perl og ActiveState Perl. Ég þekki ekki muninn á þeim, væntanlega eru þetta bara tveir mismunandi installation pakkar fyrir Perl. Sækið annan hvorn þeirra.

Eftir uppsetningu þá ætti að vera hægt að keyra perl í skipanalínu.

Sækið wal-sys með hlekknum sem er gefinn upp í verkefninu, opnið skipanalínu og farið í sömu möppu og wal-sys skráin, keyrið síðan perl wal-sys.

(Ef þið lendið í vandræðum með uppsetningu á Perl í Windows þá skuluð þið endilega senda mér póst. Ég get þá annaðhvort skoðað það með ykkur eða reynt að finna Windows vél, prófað að setja þetta upp sjálfur og sett inn nánari leiðbeiningar.)


Notkun wal-sys á remote vél (til að sleppa við að setja upp Perl á Windows)

Enn önnur leið er að tengjast inn á aðra vél sem hefur Perl uppsett, t.d. vél hjá háskólanum.

Til að tengjast inn á skipanalínu á annarri vél þarf að sækja s.k. SSH forrit, til dæmis PuTTY forritið (bara ein .exe skrá).

Keyrið PuTTY og sláið inn "herdubreid.rhi.hi.is" sem nafn á vél. Notið síðan notendanafnið ykkar í háskólanum til að auðkenna ykkur inn á vélina.

Ef allt gengur upp þá dettið þið inn í skipanalínu á herdubreid vélinni hjá RHÍ. Þið getið þá búið til möppu undir verkefnið, sótt wal-sys og keyrt það með Perl.

Eitt annað sem þið mynduð væntanlega vilja gera er að breyta stafasettinu í PuTTY yfir á UTF-8 í samræmi við stafasettið á herdubreid.rhi.hi.is. Farið í Translation í stillingunum áður en þið tengist og veljið UTF-8 úr listanum þar.

Dæmi:

+------------------------------------------------------------------------------+
| Thu ert ad tengjast Kotlu (katla.rhi.hi.is).                                 |
|                                                                              |
| Gamla velin Herdubreid (herdubreid.rhi.hi.is) gaf upp ondina 22. juni 2010   |
| eftir dygga thjonustu i taep 9 ar.                                           |
|                                                                              |
| Katla hefur verid sett upp til ad taka vid fjolnotendahlutverki Herdubreidar |
+------------------------------------------------------------------------------+
Last login: Wed Oct 26 11:14:05 2011 from tgad-w16.rhi.hi

Velkomin til starfa á Kötlu, sýndarvél á SunFire T5220 UNIX tölvu RHÍ

        Fullt nafn      katla.rhi.hi.is
        CPU             1 x UltraSPARC T2 (7 af 64 sýndarörgjörvum)
        Minni           4 GB
        Stýrikerfi      SunOS 5.10 (Solaris 10)

        Notendur nú     2

ATH!! Prentbiðraðir hafa hafa ekki ennþá verið settar upp á vélinni.

Mest af hugbúnaði vélarinnar fylgir Solaris 10. Hugbúnaður sem var á Herðubreið
hefur ekki allur verið settur upp á Kötlu en notendur eru hvattir til að láta
okkur vita um það sem þá vanhagar um með því að senda póst á kerfisstjorn@hi.is.

Sjálfgefnu stafasetti Kötlu hefur verið breytt úr ISO8859-1 í UTF-8. Jafnframt
hefur skráaheitum á heimasvæðum verið breytt til samræmis við það.
hhg4@katla.rhi.hi.is:~ [1] > mkdir v9
hhg4@katla.rhi.hi.is:~ [2] > cd v9
hhg4@katla.rhi.hi.is:~/v9 [3] > wget http://gsf.hhg.to/wal-sys
--2011-10-26 11:14:15--  http://gsf.hhg.to/wal-sys
Resolving proxy.hi.is... 130.208.165.78
Connecting to proxy.hi.is|130.208.165.78|:8080... connected.
Proxy request sent, awaiting response... 200 OK
Length: 19292 (19K) [text/plain]
Saving to: `wal-sys'

100%[===========================================================================================>] 19,292      --.-K/s   in 0s      

2011-10-26 11:14:15 (56.3 MB/s) - `wal-sys' saved [19292/19292]

hhg4@katla.rhi.hi.is:~/v9 [4] > perl wal-sys 
Opening new log
>