Gagnasafnsfræði, haust 2011
[ Dagskrá | Námsefni | Verkefni | Dæmatímar | Orðalisti | Námsmat | Kennslubók ]Verkefni 8 - Venslaalgebra og bestun fyrirspurna
Lausnum skal skilað í hólf viðkomandi dæmakennara (sjá lista yfir dæmatíma).Skiladagur: þriðjudaginn 25. október fyrir kl 16:00
Skiladæmi:
-
Sýnið fram á að tengivirkinn (e. join operator) er tenginn (e. associative), þ.e. (R1 join R2) join R3 gefur sömu niðurstöðu og R1 join (R2 join R3).
-
Er vinstri ytri tenging (e. left outer join) tengin? Ef aðgerðin er tengin gefið þá stuttan rökstuðning, en gefið mótdæmi ef hún er það ekki.
-
Gefin eru eftirfarandi vensl, þar sem aðallyklar eru undirstrikaðir.
- actor(actorid, name)
- movie(movieid, title, year, votes, score)
- casting(actorid, movieid, ord)
Teiknið venslaalgebru tré fyrir eftirfarandi segðir:
- Sýnið nöfn allra kvikmynda sem hafa einkunn > 8.5
- Sýnið nöfn allra leikara sem hafa leikið í Schindler's List.
- Sýnið nöfn allra kvikmynda sem Al Pacino hefur leikið í.
-
Höfum eftirfarandi B+ tré fyrir dálk X:
- Hvaða síður þarf að lesa til að sækja gildi þar sem X = 35?
- Hvaða síður þarf að lesa til að sækja öll gildi þar sem X < 17?
- Hvaða síður þarf að lesa til að sækja öll gildi þar sem 17 < X < 35?
-
Gefin eru eftirfarandi vensl: R(a) með 150 síðum, og S(a) með 1000 síðum. Hver síða inniheldur L = 200 gildi.
Gerum ráð fyrir að við megum nota M = 50 síður af vinnsluminni.
-
Gerum ráð fyrir engum flýtivísum.
Hvað kostar að tengja R og S með hreiðraðri tengilykkju (e. nested loop join) ?
-
Gerum ráð fyrir hakkavísi á R(a).
Hvað kostar að tengja R og S með hreiðraðri tengilykkju sem notar vísi (e. index nested loop join) ?
-
Gerum ráð fyrir hakkavísi á S(a).
Hvað kostar að tengja R og S með hreiðraðri tengilykkju sem notar vísi (e. index nested loop join) ?
-
Gerum ráð fyrir engum flýtivísum.
Hvað kostar að tengja R og S með hreiðraðri tengilykkju sem notar blokkir (e. block nested loop) ?
-
Gerum ráð fyrir engum flýtivísum.
Hvað kostar að tengja R og S með samröðunartengingu (e. sort-merge join) ?
-
Gerum ráð fyrir engum flýtivísum.