Gagnasafnsfræði, haust 2011

[ Dagskrá  |  Námsefni  |  Verkefni  |  Dæmatímar  |  Orðalisti  |  Námsmat  |  Kennslubók ]

Verkefni 6 - Staðalskipulag

Lausnum skal skilað í hólf viðkomandi dæmakennara (sjá lista yfir dæmatíma).

Skiladagur: þriðjudaginn 11. október fyrir kl 16:00

Skiladæmi:

  1. Gefin eru venslin R(A, B, C, D) með fallsákveðum: A → B og A → C
    1. Finnið alla lykla venslanna R
    2. Af hverju eru venslin ekki á 3NF?
    3. Brjótið venslin upp þannig að þau séu á 3NF
    4. Er uppbrotið taplaust (e. lossless) ? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?

  2. [Prófdæmi 2007] Gefin eru venslin R(A, B, C, D, E) með fallsákveðunum: AB → C, DE → C og B → D
    1. Finnið alla lykla venslanna R
    2. Á hvaða staðalformi eru venslin R?
    3. Ef venslin R eru ekki á BCNF, brjótið þau þá upp í vensl sem eru á BCNF

  3. Gefin eru venslin R(A, B, C, D) með fallsákveðum F = {A → B, BC → D, D → A}
    1. Finnið A+
    2. Er fallákveðan AC → D í F+ ? (Ábending: Finnið fyrst {AC}+ og athugið síðan hvort D sé þar)
    3. Finnið alla lykla R

  4. Gerum ráð fyrir að við höfum eftirfarandi gagnasafn um úrslit í skákmótum.

    Atburður Hvítur spilari Svartur spilari
    Raðnúmer Nr. Atburður Ártal Staðsetning Nr. Nafn Fæðingarár Heimaland Nr. Nafn Fæðingarár Heimaland Fjöldi leikja Úrslit
    134178 1137 US Championship 1963 New York 525 R Byrne 1928 USA 729 Fischer 1943 USA 42 0-1
    134179 3712 World Championship Match 1972 Reykjavik 729 Fischer 1943 USA 251 Spassky 1937 USSR 41 1-0

    Eftirfarandi fallákveður gilda um gagnasafnið:

    1. Raðnúmer → {Atburður nr., Hvítur nr., Svartur nr., Fjöldi leikja, Úrslit}
    2. Atburður nr. → {Atburður, Ártal, Staðsetning}
    3. Spilari nr. → {Spilari nafn, Spilari fæðingarár, Spilari heimaland}

    Verkefni:

    1. Útskýrið af hverju taflan er ekki á þriðja skipulagi (3NF)
    2. Brjótið töfluna upp í smærri töflur þ.a. gagnasafnið sé á þriðja skipulagi (3NF)

  5. Skilgreinið eitthvað gagnasafn sem ykkur dettur í hug. Það verður að innihalda að lágmarki 3 töflur og vera á þriðja skipulagi. Tilgreinið einnig fallákveður sem gilda um gagnasafnið.