Gagnasafnsfræði, haust 2011
[ Dagskrá | Námsefni | Verkefni | Dæmatímar | Orðalisti | Námsmat | Kennslubók ]Verkefni 3 - SQL
Lausnum skal skilað í hólf viðkomandi dæmakennara (sjá lista yfir dæmatíma).Skiladagur: föstudaginn 16. september fyrir kl 16:00
Tenglar:
- SQL skilgreiningar fyrir litla gagnasafnið um kvikmyndir: movies.sql
Skiladæmi:
- Sýnið SQL skipun sem sækir lista yfir nöfn allra kvikmynda þar sem Al Pacino og Robert De Niro hafa leikið saman. Sýnið einnig niðurstöðurnar.
- Sýnið SQL skipun sem sækir lista yfir nöfn allra leikara sem hafa leikið í kvikmynd með Kevin Bacon. Ef leikari hefur leikið í fleiri en einni mynd með Kevin Bacon þá á nafnið hans samt bara að koma fram einusinni í niðurstöðunum.
- Sýnið SQL skipun sem sækir lista yfir nöfn allra kvikmynda og fyrir hverja kvikmynd, fjölda leikara sem hún á sameiginlega með Star Wars frá 1977 (þeas. fjölda leikara sem leika í báðum myndunum). Ef kvikmyndin hefur engan leikara sameiginlegan með Star Wars þá á hún ekki að birtast. Raðið niðurstöðunum eftir fjölda sameiginlegra leikara í lækkandi röð. Sýnið fyrstu 10 niðurstöðurnar.
Dæmi um úttak:
title | count ------------------------------------------------+------- Star Wars | 10 Star Wars: Episode V - The Empire Strikes Back | 9 [..]
- Sýnið SQL skipun sem sækir lista yfir allar kvikmyndir (A, B, n) þar sem A og B eru nöfn á kvikmyndum (og A != B) og n er fjöldi sameiginlegra leikara í A og B. Raðið niðurstöðum eftir fjölda sameiginlegra leikara í lækkandi röð. Sýnið einnig fyrstu 10 niðurstöðurnar.
Dæmi um úttak:
title | title | count ------------------------------------------------+------------------------------------------------+------- Police Academy 3: Back in Training | Police Academy 4: Citizens on Patrol | 10 Cocoon: The Return | Cocoon | 10 Police Academy 4: Citizens on Patrol | Police Academy 3: Back in Training | 10 [..]
- Sýnið SQL skipun sem sækir lista yfir alla leikara (A, B, n) þar sem A og B eru nöfn á leikurum (og A != B) og n er fjöldi sameiginlegra kvikmynda sem báðir hafa leikið í. Raðið niðurstöðum eftir fjölda sameiginlegra kvikmynda í lækkandi röð. Sýnið einnig fyrstu 10 niðurstöðurnar.
Dæmi um úttak:
id | name | id | name | count ------+--------------------------------+------+--------------------------------+------- 839 | Bernard Lee (I) | 1800 | Lois Maxwell | 8 1793 | Desmond Llewelyn | 1800 | Lois Maxwell | 8 1800 | Lois Maxwell | 839 | Bernard Lee (I) | 8 1800 | Lois Maxwell | 1793 | Desmond Llewelyn | 8 [..]